46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:05
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:18

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:58
Fundargerðir 42. og 43. fundar voru samþykktar.

2) Eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Ingþór Karl Einarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Gerðu þau grein fyrir stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi lagði formaður til að nefndin lyki umfjöllun um skýrsluna.

3) Þjónustusamningur ríkisins við Farice ehf Kl. 09:28
Ingþór Karl Einarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir sátu fundinn áfram og gerðu grein fyrir sjónamiðum sínum varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi lagði formaður til að nefndin lyki umfjöllun sinni um málið að sinni en tæki það að nýju til umfjöllunar þegar Ríkisendurskoðun gæfi út eftirfylgniskýrslu um það. Var það samþykkt og jafnframt að bókað yrði að nefndin teldi brýnt að gerð eftirfylgniskýrslu um þjónustusamning ríkisins við Farice ehf. yrði hraðað eins og kostur væri. Var samþykkt að tilkynna Ríkisendurskoðun um þessa bókun.

4) Frumvarp um gagnageymd. Kl. 09:59
Birgitta Jónsdóttir framsögumaður málsins kynnti nefndinni að nýju drög að frumvarpi um gagnageymd og lagði til að gestir yrðu boðaðir á næsta fund nefndarinnar. Var það samþykkt og að stefnt yrði að aukafundi föstudaginn 2. maí vegna málsins.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 10:14
Nefndin ræddi málsmeðferð.

6) Önnur mál Kl. 10:25
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

Fundi slitið kl. 10:31